Að mörgu þarf að hyggja þegar lífið tekur nýja stefnu, að ekki sé talað um framboð til forsetakosninga. Athygli vekur að Felix Bergsson leikari, fjölmiðlamaður og eiginmaður Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, er horfinn af samfélagsmiðlinum X-inu (sem áður hét Twitter) en þar hefur hann verið áberandi og fylginn sér í umræðum undanfarin ár.
Felix er ekki aðeins maki frambjóðanda, því á kynningarfundinum þar sem Baldur lýsti framboði sínu yfir, var það gert undir formerkjunum Baldur og Felix og beinlínis sagt að um sameiginlegt verkefni þeirra beggja væri að ræða.
„Ég hef fylgt Felix í þeim störfum sem hann er að sinna og hann hefur fylgt mér í mínum störfum. Okkur langar að gera þetta að sameiginlegu verkefni. Við kannski skiptum eitthvað á milli okkur verkum, svona eins og menn gera. Ég held að í sameiningu gætum við lyft grettistaki hvað þessi mál varðar,“ segir Baldur í viðtölum af þessu tilefni.
Semsé sameiginlegt verkefni, skipta með sér verkum í forsetaembættinu.
Netið gleymir hins vegar ekki svo glatt og hér að neðan má finna nokkur dæmi um framgöngu Felix í umræðunni undanfarin ár, dæmi sem forsetaframboð þeirra Baldurs og Felix hefur viljað sópa rækilega undir teppið.