Þau létust í flugslysinu við Sauðahnjúka

Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem lét­ust í hinu hörmulega flug­slys­i við Sauðahnúka á hálendinu sl. sunnudag.

Þar kemur fram að þau sem lét­ust voru við reglu­leg­ar hrein­dýra­taln­ing­ar á veg­um Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands þegar slysið varð.

Nöfn hinna látnu eru Fríða Jó­hann­es­dótt­ir, spen­dýra­fræðing­ur á Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands, fædd 1982, Kristján Orri Magnús­son, flugmaður, fædd­ur 1982, og Skarp­héðinn G. Þóris­son, fædd­ur 1954, líf­fræðing­ur á Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands.

Um leið og aðstandendum er vottuð innileg samúð, er rétt að minna á minn­ing­ar­stund sem hald­in verður í Eg­ilsstaðakirkju í dag klukk­an 18. Lögreglan vill ennfremur minna á sam­ráðshóp al­manna­varna um áfalla­hjálp sem í boði er fyr­ir þá sem eiga um sárt að binda eft­ir flugslysið.