Hugleiðingu dagsins á dr. Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur, sem rýnir í titringinn á stjórnarheimilinu sem ekki hefur farið framhjá neinum:
„Þann 19. júní 2023 var ríkisráðsfundur á Bessastöðum. Jón Gunnarsson hætti sem dómsmálaráðherra og við tók Guðrún Hafsteinsdóttir. Augljós titringur var í Sjálfstæðisfokknum vegna þessa og ráðherrar flokksins og formaður yfirlýsingaglaðir í meira lagi, m.a. að þingið hefði brugðist í málefnum hælisleitenda. Gagnrýnin beindist að Vinstri grænum. Daginn eftir, þann 20 júní, kom óvænt tilkynning Svandísar um hvalveiðibann – einskonar pólitískt svar við látunum daginn áður.
Þetta samhengi hlutanna er ágætt að hafa í huga þegar þingmenn gæla við stjórnarslit í fjölmiðlum. Vandamálið er ekki aðeins ákvörðun Svandísar, heldur einnig flokkadrættir í Sjálfstæðisflokknum.“