Nú þegar hausta tekur, eru margir landsmenn að klára sumarfríið sitt eða nýkomnir aftur til vinnu. Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson í Bítinu á Bylgjunni, hafði þetta að segja á dögunum:
„Sit hér í fríinu og velti fyrir mér:
Höfum við hér á Íslandi gert eitthvað til að verðskulda þetta ömurlega sumar og þessa gríðarlega háu stýrivexti?
-Hátt vöruverð
-Okur bankavexti
-Lélega samgönguinnviði
-Menntakerfi sem virkar ekki nema illa
-Heilbrigðiskerfi sem gæti verið miklu betra
… og nú hætti ég af því ég er í fríi.
Ég bara spyr?“