Ráðherr­ar tala eins og páfa­gauk­ar um „fyr­ir­vara sem breyti mál­inu“

„Vand­inn er þegar hátt­sett­ur hóp­ur emb­ætt­is­manna, sem eru í raun ævi­ráðnir og lúta stjórn heimaríkra yf­ir­manna úr sín­um hópi, er kom­inn á skjön við þjóðar­vilj­ann og er sama um það,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fv. forsætisráðherra, í Reykjavíkurbréfi blaðsins í dag.

Hann segir alþekkt, að í sín­um hópi tala þess­ir raun­veru­legu valda­menn um „okk­ur“ og „þá sem koma og fara“ og eiga þá við stjórn­mála­menn­ina sem hafa varla lært á sín ráðuneyti þegar þeir eru farn­ir annað. Flest­ir endi þeir sem létta­vigt­ar­menn í sín­um ráðuneyt­um og í versta falli sem sendl­ar þeirra sem í orði kveðnu eiga að þjón­usta þá.

„Úr ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu eru mörg ný­leg dæmi. Þáver­andi rík­is­stjórn kokgleypti dellu­bréf þar sem aðild­ar­um­sókn Jó­hönnu­stjórn­ar­inn­ar að ESB var að sögn emb­ætt­is­manna aft­ur­kölluð. Það sýn­ir hvað menn eru bí­ræfn­ir þegar þeir senda ráðherra sinn með slíkt bréf inn á fund rík­is­stjórn­ar. En þeim til láns þá virt­ist ekki neinn læs maður vera stadd­ur þar á fundi þegar svo mik­il­vægt mál var til af­greiðslu,“ bætir hann við.

Og um innleiðingu þriðja orkupakkans, segir forsætisráðherrann fyrrverandi:

„Nú tala ráðherr­ar um mál dags­ins eins og páfa­gauk­ar um „fyr­ir­vara sem breyti mál­inu“. 

En í ljós kem­ur að átt er við hjal úr fund­ar­gerð þar sem flest er haft eft­ir ís­lensku fund­ar­mönn­un­um og nafn­greind­ur komm­iss­ar staðfest­ir að hann hafi verið viðstadd­ur hjalið. Ekki vott­ur af laga­legri þýðingu þar og ekki held­ur póli­tískri sem hald væri í og væri það síðara svo sem mark­laust auka­atriði. 

Á sama tíma er vitað en ekki viður­kennt að rík­is­stjórn­in er með leynd að hjakka á stjórn­ar­skrá lands­ins til að gera þjóðina enn varn­ar­laus­ari en ella gagn­vart breyt­ing­um á henni. Þetta er ein­hver furðuarf­leifð frá Jó­hönnu­stjórn­inni. Ætlar þetta aldrei að hætta?“