Ályktun gegn orkupakkanum stungið undir stól

Ályktun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem borin var upp á fundi ráðsins þann 30. maí í vor, var stungið undir stól með því að vísa henni til stjórnar kjördæmisráðsins, þar sem hún er enn.

Þetta upplýsir sr. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, en hann var einn flutningsmanna og ritar greinina fyrir hönd þeirra allr.

Geir segir að á fundi fulltrúaráðsins hafi þingmenn flokksins að venju flutt frá­sögn af gangi mála á Alþingi og í rík­is­stjórn.

„Lofuðu þau gott sam­ráð og samþykki rík­is­stjórn­ar­inn­ar og af­rek henn­ar á hinum póli­tíska vett­vangi. Á fund­in­um varð mik­il umræða um þriðja orkupakk­ann. Fyrr­ver­andi þingmaður flokks­ins opnaði umræðuna með aðvör­un­ar­orðum og efn­is­legri gagn­rýni á all­an fram­gang máls­ins. All­ir ræðumenn, að und­an­tekn­um sitj­andi þing­mönn­um, tóku í sama streng. Lýstu þeir all­ir stuðningi við eft­ir­far­andi til­lögu, sem fram var lögð á fund­in­um.

Þegar ljóst var orðið að til­lag­an fengi braut­ar­gengi var brugðið á gam­al­reynt ráð: Formaður kjör­dæm­is­ráðsins lagði fram dag­skrár­til­lögu: Mál­inu skyldi vísað til stjórn­ar kjör­dæm­is­ráðsins. Hlýddu fund­ar­menn að und­an­tekn­um flutn­ings­mönn­um til­lög­unn­ar því boði. Til­lag­an með grein­ar­gerð hvíl­ir því þar, því vita­skuld ganga flokks­holl­ir sjálf­stæðis­menn í einu höfuðvígi flokks­ins á lands­byggðunum ekki gegn flokks­for­yst­unni á vett­vangi flokks­ins. Þeir verða hins veg­ar með sjálf­um sér ein­ir í kjör­klef­an­um við næstu kosn­ing­ar til Alþing­is,“ segir Geir í grein sinni.

Geir Waage, Davíð Pét­urs­son, Bryn­dís Geirs­dótt­ir og Sigrún Gutt­orms­dótt­ir Þorm­ar voru flutn­ings­menn tillögunnar sem hljóðaði svo, ásamt greinargerð:

„Kjör­dæm­is­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi hafn­ar þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins og skor­ar á þing­menn flokks­ins á Alþingi að láta af stuðningi við málið á þing­inu.“

Minn­ir nú æ meira á leyni­fé­lag um hags­muni fárra

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stend­ur við yf­ir­lýs­ingu sína frá stofn­un flokks­ins um að allt mál­efni lands­ins skuli vera í hönd­um lands­manna sjálfra og að gögn og gæði lands­ins skuli nýtt fyrst og fremst í þágu lands­manna sjálfra.

Ísland keypti sér mjög dýr­an aðgang að er­lend­um markaði í formi ESS-samn­ings, sem Alþingi samþykkti í því skyni að fá toll­frjálst aðgengi fyr­ir sjáv­ar­fang úr land­helgi og lög­sögu Íslend­inga. Það toll­frjálsa aðgengi hef­ur ekki enn feng­izt að fullu. Íslenzk­ar sjáv­ar­af­urðir sæta enn toll­um inn á þann markað sem sagður var til­efni EES-samn­ings­ins.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á að falla frá stuðningi við að þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins verði leidd­ur í ís­lenzk lög. Hon­um skal vísað frá á for­sendu EES-samn­ings­ins sjálfs.

Samþykkt þriðja orkupakk­ans skerðir full­veldi þjóðar­inn­ar. Eng­inn mun­ur er á að veita út­lend­ing­um vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að und­ir­gang­ast vald þeirra yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar. Þar er eng­inn eðlis­mun­ur á.

Ísland er og verður fjarri er­lend­um mörkuðum. Það eitt dreg­ur úr sam­keppn­is­hæfni Íslend­inga miðað við önn­ur lönd. Fjar­lægð við er­lenda markaði mun ávallt draga úr sam­keppn­is­hæfni Íslands gagn­vart út­lönd­um.

Það er því lífs­nauðsyn­legt að Ísland nýti all­ar auðlind­ir sín­ar í þágu þjóðar­inn­ar, til að auka sam­keppn­is­hæfni okk­ar gagn­vart út­lönd­um. Ódýr ís­lenzk orka er for­senda fyr­ir fram­leiðslu hér heima, sem bæt­ir upp fjar­lægð lands­ins frá mörkuðum er­lend­is.

Ísland á að nýta nátt­úru­auðlind­ir sín­ar til at­vinnu­upp­bygg­ing­ar í þágu lands­manna á Íslandi öllu.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verður að kann­ast við sjálf­an sig og yf­ir­lýst­an til­gang flokks­ins og standa við stefnu­mörk­un sína frá upp­hafi um varðveizlu frels­is og full­veld­is þjóðar­inn­ar.

For­senda fram­fara og af­komu Íslend­inga er að þröng hags­muna­öfl hindri ekki far­sæla för þjóðar­inn­ar á for­sendu sjálf­stæðis­stefn­unn­ar til framtíðar“.

Geir segir að nú beiti for­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins húsag­an­um til hít­ar. „Öll gagn­rýni er hunzuð. Eitt sinn var flokk­ur­inn einn breiðasti virki lýðræðis­vett­vang­ur lands­ins en minn­ir nú æ meira á leyni­fé­lag um hags­muni fárra.

Því þakka flutn­ings­menn of­an­greindr­ar til­lögu Jóni Kára Jóns­syni og sjálf­stæðismönn­um í Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík ár­vekni og dreng­skap með því fram­taki að knýja flokks­for­yst­una til þess að hlusta á vilja sjálf­stæðismanna. Hvenær hann birt­ist er und­ir því komið hvort menn nenna enn að virða flokk­inn viðlits.“