Staðfestir að stjórnarsamstarfið standi veikt – þingmenn segja stöðuna þrönga

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Svandís Svavars­dótt­ir matvælaráðherra hef­ur með banni sínu við hvalveiðum gert at­lögu að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu sem fyr­ir vikið stend­ur veikt eft­ir, seg­ir Óli Björn Kára­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðismanna, í grein í Morg­un­blaðinu í dag sem óhætt er að segja að sæti miklum tíðindum.

Formaður þingflokksins segir málið snú­ist í raun ekki um hval­veiðar, held­ur ólög­mæta stjórn­sýslu ráðherr­ans og ögr­un henn­ar við sam­starfs­flokka í rík­is­stjórn.

„Ráðherr­ann hef­ur kastað blautri tusku í and­lit allra þing­manna sam­starfs­flokka rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ seg­ir hann um það og bætir við að „póli­tísk­ur barna­skap­ur“ sé að halda að slíkt hafi ekki áhrif á sam­starfið inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli mat­vælaráðherra og stjórn­arþing­manna er lítið og það mun hafa áhrif á sam­starf þeirra á kom­andi mánuðum.“

Í frétt Morgunblaðsins segir ennfremur:

„Mik­ill þungi er í orðum Óla Björns, sem ber sem þing­flokks­formaður ábyrgð á því að halda stjórn­ar­liðinu í sín­um flokki sam­an.

Óhugs­andi má telja að hann lýsi þess­um sjón­ar­miðum með op­in­ber­um hætti án þess að hafa ráðfært sig við Bjarna Bene­dikts­son, formann Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Þing­menn flokks­ins sem blaðið ræddi við í gær­kvöld, telja stöðuna afar þrönga, Svandís hefði í fljótræði grafið dýpri holu en hún kæm­ist hjálp­ar­laust upp úr og ekki væri von á ró­legu sum­ar­leyfi.“