Evrópuþingmenn brugðust skyldum sínum með yfirlýsingu

Mikjáll prins af Lichtenstein, sérfræðingur hjá Geopolitical Intelligence Services, skrifar um alvarleg mistök þingmanna Evrópuþingsins, við að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.

„Þó að brýnt sé að berjast gegn mengun og sóun, og tryggja hreint loft og vatn, er ekki síður mikilvægt að halda uppi frelsi einstaklinga, réttarríkinu og öðrum gildum eins og persónuvernd og eignarrétti.“

Um þetta skrifar Mikjáll prins af Lichtenstein í GISreportsonline grein, undir fyrirsögninni Goodbye freedom, democracy and the rule of law, þann 3. desember sl., og Viljinn þýddi.

Tilefnið er að Evrópuþingið lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, eins og Viljinn greindi frá á dögunum.

„Þingum er falið að vinna að hagsmunum borgaranna. Það er skylda þeirra að koma í veg fyrir að stjórnvöld misnoti vald sitt, takmarki réttindi einstaklinga eða leggi velmegun ríkja undir af pólitískum ástæðum. Þessvegna ættu þingin einnig að sjá til þess að opinber útgjöld takmarkist við nauðsynleg útgjöld, og að reglugerðir og skattar fjárlagagerðar verði ekki óhóflegir.

Skaðleg sýndarmennska í mengunarmálum

Við erum „bombardéruð“ með hamfarafréttum um loftslagsbreytingar. Félagasamtök eru orðin æðstu klerkar loftslagstrúarbragða, sem boða endalok mannkynsins nema öfgakenndum markmiðum verði náð – hvað sem það kostar. Á meðal þess sem krafist er eru lagalegar, efnahagslegar, félagslegar og jafnvel umhverfislegar breytingar. Fyrir vikið eru skaðleg vinnubrögð tekin í notkun. Ræktun byggð á óvísindalegum og óhóflegum meginreglum, sem skaðar sjálfbæra skóga og jarðir; óhagkvæm endurvinnsla vegna óhóflegra reglna; neytendaverndarráðstafanir sem leiða til sóunar; og þvinguð notkun rafbíla, á meðan enn á eftir að hugsa fyrir mengun af völdum rafgeymanna. Ráðist er að fólki sem er ósammála þessum fullyrðingum, ýmist með svívirðingum eða jafnvel í orðsins fyllstu merkingu. Skólabörn, afvegaleidd af áróðri ofstækismanna, mótmæla í fylkingum sem minna á krossferðirnar.

Sumir ganga svo langt að vilja að þeir sem að neita eða hafna „loftslagsbreytingum“ verði ákærðir. Margir fjölmiðlar fjalla um málefnið út frá móðursýkislegu, frekar en staðreyndalegu sjónarhorni. Stjórnmálin snúast nú um blindan aktívisma, og eru að yfirgefa langtímastefnu um að takmarka sóun. Beita þarf raunverulegum aðgerðum gegn mengun, en ekki kenningum og sýndarmarkmiðum. Farið er fram á tafarlausar ráðstafanir, óháð því hvort þær séu gagnlegar, eða jafnvel skaðlegar.

Lygar og róttækni sem ógna frelsi og réttindum borgaranna

Þessi aktívismi hefur náð inn á Evrópuþingið. Strassbourg lýsti eftirfarandi yfir: „Fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, COP25 í Madríd 2.-13. desember, samþykkti þingið á fimmtudag ályktun, þar sem lýst er yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og umhverfismálum í Evrópu og á heimsvísu.“

Að lýsa yfir neyðarástandi hefur krítískar afleiðingar. Það gerir ríkisstjórnum kleift að framkvæma ráðstafanir utan venjulegra stjórnskipulegra og lagalegra aðferða, og gerir þeim kleift að brjóta á réttindum einstaklinga.

Nokkrir hófsamir þingmenn á Evrópuþinginu sem vildu breyta hugtakinu „neyðarástand“ í varlegra orð eins og „brýnt“, voru jaðarsettir. (Það voru aðallega Þjóðverjar, sem höfðu áhyggjur, vegna þess að neyðarlög snemma á fjórða áratugnum leyfðu nasistum að taka völdin).

Nasistar tóku yfir í kjölfar neyðarlaga sem sett voru eftir að Reichstag brann.

Óttinn breiðist út og veldur uppnámi í samfélögunum

Frekari fræðileg markmið voru sett til að reyna að fela alræðistilburðina við að óska ​​eftir neyðarástandi, ekki aðeins fyrir Evrópu, heldur einnig heiminn. Að auki óskaði þingið eftir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samræmdi öll viðeigandi lagafrumvörp og fjárlagafrumvörp til að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C.

Í sérstakri ályktun hvatti þingið ESB til að leggja fram stefnu til að ná loftslagshlutleysi svo fljótt sem auðið er, og í síðasta lagi árið 2050, fyrir þing Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þingmenn hvöttu nýjan forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, að taka 55% markmið um lækkun losunar gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 í komandi inn í Evrópska græna samninginn (e. European Green Deal) hennar.

Ályktunin var samþykkt af breiðum meirihluta Frjálslyndra, Græningja, Sósíalista og annarra frá vinstri, en einnig af nokkrum þingmönnum Evrópska þjóðarflokksins (EPP). Íhaldsmenn og umbótasinnar í Evrópu voru á móti. Fulltrúi Tékklands og sérfræðingur GIS (Geopolitical Intelligence Services), Alexandr Vondra, lýsti því yfir að: „Það að herða yfirlýsingarnar losar okkur ekki undan alvarlegum umræðum sem nú þurfa að fara fram.“

Úrkynjuð loftslagsumræða í þágu sósíalisma og miðstýrðs skrifræðisskipulags

Talsmaður EPP, Peter Liese, varð mjög áhyggjufullur, og kallaði „loftslagsneyðarástand“ „falska umræðu“ sem myndi drepa raunverulegri ákvarðanatöku á dreif. „Það er brýnt að bregðast við, en það er ekkert neyðarástand til að lýsa því yfir. Neyðarástand grefur undan grundvallar borgararéttindum, eins og fjölmiðlafrelsi og lýðræði,“ bætti hann við.

Ástandið er alvarlegt. Þjóðþingin eru ekki að rækja skyldur sínar. Ótti breiðist nú út og hleypir samfélögunum upp. Í stað aðgerða sem nauðsynlegar eru til að berjast gegn mengun og sóun er kominn aktívisimi. Loftslagsumræðan hefur úrkynjast í populistískt tæki til að innleiða sósíalískar lausnir og miðstýrt skrifræðisskipulag. Margir krefjast þess nú skýrt, að afnema eigi frjálsa markaðskerfið. Lærdómur vegna grimmdarverkanna og fáránleikans í hinu ómannúðlega sovéska kerfi, sem hrundi fyrir aðeins 30 árum, er þegar gleymdur. Borgararnir eru að breytast í þegna. Það er verið að fórna réttindum einstaklinga, mál- og skoðanafrelsi og eignarréttinum. Út af popúlisma, ábyrgðarleysi og skorti á hugrekki, eru þjóðþing (ekki aðeins Evrópuþingið í Strassbourg) að svíkja skyldu sína til að verja frelsi og lögmæta hagsmuni borgaranna – verkefni sem þarf einnig að fela í sér innleiðingu raunverulegra og árangursríkra aðgerða til að vernda umhverfið.

Mikjáll prins af Liechtenstein lauk prófi við hagfræðideild Háskólans í Vín í Austurríki, með gráðuna Magister der Sozial- und Wirtschaftswissenschaften (M.A. í viðskiptafræði). Hann starfar sem sérfræðingur fyrir Geopolitical Intelligence Services.